Enski boltinn

„Þurfum að vernda leikmennina framar öllu en læknateymið fylgdi reglum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vertonghen fékk slæmt höfuðhögg eftir um hálftíma leik
Vertonghen fékk slæmt höfuðhögg eftir um hálftíma leik vísir/getty
Læknateymi Tottenham hefur fengið yfir sig nokkurn hita fyrir það að leyfa Jan Vertonghen að halda áfram leik fyrir Tottenham gegn Ajax í gærkvöld eftir höfuðmeiðs.

Vertonghen fékk fast högg á höfuðið svo fossblæddi úr eftir um hálftíma leik í Lundúnum í gær. Eftir aðhlynningu fékk varnarmaðurinn að fara aftur inn á völlinn en þurfti skömmu síðar að víkja og var greinilega ekki í ástandi til þess að klára leikinn.

Pochettino sagði Vertonghen hafa staðist heilahringsprófið sem læknirinn tók á honum, en varnarmaðurinn fann svo strax og hann fór inn á aftur að hann var ekki í lagi.

„Læknirinn tók þessa ákvörðun. Reglurnar í kringum þetta eru mjög mikilvægar og hann fylgdi þeim,“ sagði Pochettino eftir leikinn.

„Núna er Vertonghen í lagi, hann labbaði í burtu, en við þurfum að hafa augu með honum. Við þurfum að vernda leikmennina framar öllu en læknateymið fylgdi reglum og ákvað að hann væri í lagi.“

Góðgerðarsamtökin Headway, sem sérhæfasig í heilameiðslum, vilja leggja til tímabundnar skiptingar vegna höfuðmeiðsla til þess að geta metið alvarleika þeirra betur þar sem pressan á læknateymum félaga sé gríðarleg, sérstaklega í leikjum eins mikilvægum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikmannasamtökin FIFPro hafa tekið undir það og benda til NFL þar sem leikmaður getur verið tekinn út af í 10 til 15 mínútur til þess að meta ástandið betur. Þá hafa leikmannasamtök Evrópu lagt til að læknarnir séu óháðir, en ekki tengdir félögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×