Íslenski boltinn

Tíu menn Fram náðu jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fram er komið með fjögur stig
Fram er komið með fjögur stig fréttablaðið/sigtryggur
Tíu menn Fram héldu út gegn Haukum í Safamýrinni í kvöld í þriðju umferð Inkassodeildar karla.

Leikurinn var ekki lengi af stað því Fred Saraiva kom Fram yfir eftir aðeins fimm mínútur. Helgi Guðjónsson slapp í gegn og átti skot sem Óskar Sigþórsson varði en Fred setti frákastið í netið.

Á 38. mínútu jöfnuðu gestirnir úr Hafnarfirði leikinn. Ísak Jónsson skoraði eftir hraða sókn Hauka. Staðan jöfn, 1-1 í hálfleik.

Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum fékk Marcao beint rautt spjald. Sean de Silva fékk dæmda á sig aukaspyrnu eftir hendi, Marcao fannst það greinilega ekki nógu hörð refsing og sló Silva. Arnar Ingi Ingvarsson gaf honum beint rautt fyrir.

Haukum tókst ekki að nýta liðsmuninn og lauk leik með 1-1 jafntefli.

Fram er því komið með fjögur stig eftir þrjár umferðir en Haukar eru enn án sigurs í deildinni með tvö stig.



Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×