Fótbolti

Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara leikur sinn 126. landsleik á morgun.
Sara leikur sinn 126. landsleik á morgun. vísir/vilhelm
Sex leikmenn fæddir árið 2000 eða seinna eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu leikjum sínum undankeppni EM 2021.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er spennt fyrir þessari nýju kynslóð leikmanna og segir að þeim hafi gengið vel að aðlagast hópnum.

„Þær hafa komið ótrúlega vel inn í þetta og verið fljótar að aðlagast þessu,“ sagði Sara. 

„Þær hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera til að aðlagast sem fyrst. Þær hafa sýnt það á æfingum að þær ætla að vera hérna áfram.“

Sara var sjálf aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik 2007. Hún leikur sinn 126. landsleik þegar Ísland tekur á móti Ungverjalandi annað kvöld. Sara nálgast óðum leikjamet Katrínar Jónsdóttur sem lék 133 landsleiki á sínum tíma.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×