Innlent

Vega­gerðin tekur við leiðum Strætó á lands­byggðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þar sem landshlutasamtökin vildu hvorki halda áfram með reksturinn ein né stofna sérstakt félag utan um hann með Vegagerðinni, tekur Vegagerðin nú leiðirnar yfir.
Þar sem landshlutasamtökin vildu hvorki halda áfram með reksturinn ein né stofna sérstakt félag utan um hann með Vegagerðinni, tekur Vegagerðin nú leiðirnar yfir. vísir/vilhelm

Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. Sveitarfélögin vildu ekki halda rekstrinum áfram vegna þess að tap hefur verið á leiðunum að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu í dag.

Fyrir ári tók Vegagerðin við leiðum Strætó á Suðurnesjunum. Er búist við því að Vegagerðin bjóði leiðirnar út á komandi ári en að því er segir í frétt Fréttablaðsins er óvíst hvort samstarfið við Strætó heldur áfram. Strætó innheimtir um 100 milljónir króna árlega fyrir þjónustu sína, sem meðal annars inniheldur leiðakerfið og talstöð.

Hingað til hefur fyrirkomulagið verið á þá leið að landshlutasamtök sveitarfélaganna hafa séð um leiðirnar, greitt verktökum fyrir og Strætó bs. þjónustaðþau.

Þar sem landshlutasamtökin vildu hvorki halda áfram með reksturinn ein né stofna sérstakt félag utan um hann með Vegagerðinni, tekur Vegagerðin nú leiðirnar yfir. Leiðirnar sem um ræðir eru frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, Egilsstaða, Akureyrar, Hólmavíkur og Snæfellsness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×