Fótbolti

Gary Martin verður ekki seldur frá ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Martin mun leika í Vestmannaeyjum þegar Íslandsmótið fer af stað, hvenær sem það verður.
Gary Martin mun leika í Vestmannaeyjum þegar Íslandsmótið fer af stað, hvenær sem það verður. vísir/daníel þór

Gary Martin verður ekki seldur frá ÍBV sama hvað bjátar á. Þetta sagði Daníel Geir Mortiz, formaður meistaraflokksráðs ÍBV, í samtali við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín skoðun.

Daníel var spurður í viðtalinu hvort að það stæði til að Gary myndi leika með liðinu í 1. deildinni í sumar en hann framlengdi samning sinn við félagið síaðsta sumar eftir að hafa komið um mitt sumar frá Val.

Þeirri spurningu svaraði Daníel játandi og sagði að þrátt fyrir að það væru enn margir sem trúa því ekki að Gary væri að leika í Vestmannaeyjum, þá myndi hann leika með félaginu í sumar. Hann yrði ekki seldur.

Fyrsta deildin átti að fara af stað þann 1. maí en ljóst er að svo verður ekki. Óvíst er hvenær boltinn fer að rúlla á nýjan leik hér heima en það er ljóst að, miðað við þessi orð Daníels, þegar hann byrjar að rúlla þá verður Englendingurinn í treyju ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×