Lífið

Nadia Katrín vinnur mest í hjónarúminu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nadia vinnur mikið heima og þá aðallega uppi í rúmi.
Nadia vinnur mikið heima og þá aðallega uppi í rúmi.

Hálf þjóðin vinnur heima þessa dagana. En að hverju þarf að huga svo koma megi einhverju í verk og svo ísskápurinn freisti ekki á fimm mínútna fresti?

Vala Matt hitti Nadiu Katrínu Banine, fasteignasala og Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur, ritstjóra Húsa og híbýla, sem sýndi henni sniðugar og skemmtilegar lausnir.

„Ég vinn mjög mikið upp í rúmi og finnst oft mjög gott að þegar maður vaknar á morgnanna að kíkja á tölvupóstinn og sjá hvort það sé eitthvað sem maður þarf að koma frá sér strax,“ segir Nadia.

„Þessi tími er mjög öðruvísi og maður er mikið heima og mér líður rosalega vel upp í rúmi. Ég vinn oft uppi í rúmi og er með skjölin sem ég er búin að prenta út og þarf að nota hjá mér.“

Það sem gerir Nadiu sérstaka sem fasteignasala er að hún veitir sínum kúnnum einnig innanhúsráðgjöf.

„Mér finnst það rosalega mikilvægt og ég held að flestir sem hafa áhuga á fasteignum og heimilum byrja á því að skoða myndirnar. Myndirnar skipta gríðarlega máli og stundum þarf aðeins að rýmka til. Ég segi oft við fólk að þið erum hvort sem er búin að ákveða að flytja, af hverju ekki að byrja aðeins að pakka niður. Mér finnst fólk oftast vera skoða fermetra og birtu. Þá fer kannski einn stóll í geymsluna og það skiptir líka máli að þetta sé ekki of persónulegt.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×