Enski boltinn

Úrvalsdeildin frestar ákvörðun um lokadag félagsskiptagluggans

Ísak Hallmundarson skrifar
Roman Abramovich er eigandi Chelsea, en þeir hafa verið duglegir á félagsskiptamarkaðinum.
Roman Abramovich er eigandi Chelsea, en þeir hafa verið duglegir á félagsskiptamarkaðinum. getty/Chris Brunskill

Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa frestað ákvarðanatöku um það hvenær félagsskiptaglugginn fyrir næstatímabil lokar. Lokaákvörðun verður líklega tekin þann 24. júlí og er talið að þá verði einnig komið á hreint hvenær næsta tímabil hefst.

UEFA vill að glugginn loki ekki síðar en þann 5. október næstkomandi, áður en næsta tímabil í Meistaradeildinni hefst. 

Talið er að félögin séu að velta fyrir sér hvort það eigi að halda glugganum opnum nokkrum vikum lengur eingöngu fyrir neðrideildarfélög, en þau hafa komið hvað verst út úr Kórónuveirufaraldrinum.

Það þykir líklegast að næsta tímabil á Englandi hefjist þann 12. september, viku eftir landsleikjahlé, en eins og áður segir er lokaákvörðun að vænta 24. júlí og þá einnig hvenær félagsskiptaglugginn lokar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×