Sport

Dagskráin í dag: Toppslagur í Lautinni og undanúrslit enska bikarsins á Wembley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Reykjavíkurstórveldin verða bæði í beinni í dag.
Reykjavíkurstórveldin verða bæði í beinni í dag. vísir/daníel

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en alls eru fimmtán beinar útsendingar um helgina frá fótbolta og golfi.

Í hádeginu verður hátíðarstemning þegar Leeds United heimsækir Derby County í ensku B-deildinni en Leeds er þegar búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar og mun leika meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn tekur yfir þegar líður á daginn en leikur Selfoss og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16:00.

Þá eru tveir stórleikir á dagskrá Pepsi Max deildar karla í dag. Fylkir og KR mætast í uppgjöri toppliðanna og strax í kjölfarið mætast Breiðablik og Valur á Kópavogsvelli.

Þá er ótalinn stórleikur í enska bikarnum þar sem Manchester United og Chelsea mætast á Wembley og mun sigurvegarinn mæta Arsenal í úrslitaleik keppninnar þann 1.ágúst næstkomandi.

Allt þetta og meira til því einnig verður spænskur fótbolti og bandarískt golf í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Smelltu hér til að sjá alla dagskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×