Innlent

Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Herjólfur í Hafnarfjaðarhöfn
Herjólfur í Hafnarfjaðarhöfn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannafélaginu.

Siglingaáætlun Herjólfs er því orðin eðlileg að nýju. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Herjólfi ohf.

Í viðræðuáætluninni verða starfslýsingar þerna og háseta kláraðar, forsendur starfsaldurshækkana skoðaðar, ásamt vinnutímastyttingu lífskjarasamningsins. Þá verða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninga skoðaðar með sérfróðum aðila, að því er fram kemur í tilkynningunni..

Eins felur áætlunin í sér að komið verði á hvíldarákvæðum í kjarasamningum, í samræmi við alþjóðalög.

Stefnt er að því að viðræðum milli aðila verði lokið fyrir mánudaginn 17. ágúst næstkomandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×