Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir fund þríeykisins í dag þar sem greint var frá því að átta manns hefðu bæst í hóp smitaðra af kórónuveirunni frá því í gær. Þórólfur Guðnason vill að rannsakað verði hvort veiran sem fólk er að smitast af þessa dagana sé eitthvað veikari en sá stofn sem fólk smitaðist af í vor.

Við greinum einnig frá því að frumathugun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á uppruna þess að veiran barst í menn er lokið og stofnunin er að hefja umfangsmikla rannsókn með þátttöku færustu vísindamanna alls staðar að úr heiminum til að rekja ferlin veirunnar allt til þeirra einstaklinga sem fyrstir smituðust frá dýraríkinu.

Þá bregðum við okkur vestur á Ísafjörð þar sem þess var minnst með opnun sýningar í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson tónskáld opnaði veglega bókaverslun í bænum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×