Enski boltinn

Ancelotti: Klopp hafði betur í bar­áttunni um starfið hjá Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancleotti og Klopp á góðri stundu.
Ancleotti og Klopp á góðri stundu. vísir/epa

Carlo Ancelotti, sem var ráðinn stjóri Everton í síðasta mánuði, segist hafa komið til greina sem stjóri Liverpool er félagið réð Jurgen Klopp til starfa.

Liverpool og Everton mætast í enska bikarnum á morgun en Klopp var ráðinn stjóri Liverpool í október 2015 eftir að Brendan Rodgers var rekinn.

Ancelotti segir að hann hafi verið í viðræðum við Liverpool en tilkynnt var svo tveimur mánuðum síðar að hann myndi taka við Bayer Munchen af Pep Guardiola.

„Þetta var eftir að ég yfirgaf Real Madrid. Ég ræddi við eigandann og þeir voru að leita að nýjum stjóra. Ég held að þeir hafi gert rétt með að ráða Jurgen. Hann hefur gert frábæra hluti og þetta er svo vel gert,“ sagði Ancelotti.







„Jurgen er vinur minn. Við erum í góðu sambandi og ég var svo heppinn að vinna hann á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að þeir hafi svo unnið keppnina,“ en Ancelotti talar þá um sigur Napoli gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

„Allt þarf að vera fullkomið til að vinna Liverpool. Þú getur ekki varist í 90 mínútur og við viljum ekki verjast allan tímann. Við viljum eiga möguleika á að spila okkar fótbolta.“

Flautað verður til leiks á Anfield klukkan 16.01 á morgun og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×