Enski boltinn

Ótrúlegt ár Liverpool | Sjáðu tölurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rauði herinn er óstöðvandi.
Rauði herinn er óstöðvandi. vísir/getty

Liverpool varð í gær aðeins þriðja lið sögunnar sem nær að fara í gegnum heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik.

Rauði herinn er búinn að spila 37 leiki án þess að tapa og hefur í leiðinni krækt í 101 stig. Síðasta tap liðsins í deildarkeppni kom þann 3. janúar 2019 er Liverpool tapaði gegn Man. City, 2-1.

Bítlaborgarliðið vann 32 af þessum 37 leikjum sínum og er því með 2,73 stig að meðaltali í leik. Er Man. City náði 100 stigum á einu tímabili þá fékk liðið 2,63 stig að meðaltali í leik.

Liðið er með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur nú skorað í 29 leikjum í röð og er með 89 skoruð mörk á síðasta ári.

Arsenal var fyrsta liðið sem fer í gegnum heilt ár án þess að tapa og spilaði 49 leiki í röð án þess að tapa. Inn í þeirri tölu er öll leiktíðin 2003-04. Chelsea er hitt liðið en Chelsea tapaði ekki leik frá október 2004 til nóvember 2005.

Einu töp Liverpool á Englandi á síðasta ári komu gegn Wolves í bikarnum síðasta janúar og svo tapaði unglingalið félagsins gegn Aston Villa í deildabikarnum í síðasta mánuði. Ef vítakeppni telur þá má taka inn í Samfélagsskjöldinn líka.

Liverpool tapaði tvisvar í Meistaradeildinni gegn Barcelona og Napoli.

Þrátt fyrir þessa ótrúlegu siglingu vann Liverpool engan bikar á Englandi á síðasta tímabili en það er að fara að breytast í ár.

Liðið vann aftur á móti Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og Heimsmeistarakeppni félagsliða.

Stigasöfnun í ensku úrvalsdeildinni árið 2019:

1. Liverpool - 101 stig

2. Man. City - 92

3. Leicester - 66

4. Chelsea - 64

5. Man. Utd - 59

6. Wolves - 58




Fleiri fréttir

Sjá meira


×