Handbolti

Duvnjak valinn bestur á EM 2020

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Duvnjak er lykilmaður hjá Króatíu, bæði í vörn og sókn.
Duvnjak er lykilmaður hjá Króatíu, bæði í vörn og sókn. vísir/epa

Króatinn Domagoj Duvnjak var valinn besti leikmaður Evrópumótsins 2020 í handbolta.

Duvnjak hefur farið fyrir króatíska liðinu sem er komið í úrslit EM. Þar mætir Króatía Spáni.

Noregur og Spánn eiga tvo fulltrúa hvort í úrvalsliði mótsins; Sander Sagosen og Magnus Jøndal og Gonzalo Perez de Vargas og Jorge Maqueda.

Króatía á einn fulltrúa í liðinu, Igor Karacic, sem og Ungverjaland, Bence Banhidi, og Slóvenía, Blaz Janc.

Þjóðverjinn Hendrik Pekeler var valinn besti varnarmaðurinn á EM.


Tengdar fréttir

Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa?

Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×