Handbolti

Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Átti sigurmark Króatíu gegn Noregi að standa?
Átti sigurmark Króatíu gegn Noregi að standa? Vísir/Aftonbladet

Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28.

100% vissir í sinni sök

Kent-Harry Anderson, Svíinn í þjálfarateymi Norðmanna, var í viðtali við Aftonbladet þar í landi þar sem hann fór yfir það af hverju markið hefði aldrei átt að standa.

„Musa hleypur langt inn í vítateiginn til að ná knettinum,“ segir hann. Það eitt og sér á að vera nóg til að dæma markið af [sjá mynd með frétt].

Í viðtalinu við íþróttadeild Aftonbladet segir Anderson einfaldlega að þessi ljósmynd, eða stilla úr upptöku af leiknum, sýni að markið sé ólöglegt og hafi þar af leiðandi ekki átt að standa. 

Hann einfaldlega nái ekki utan um þá ákvörðun dómara leiksins að skoða ekki aðdraganda marksins.

„Ég skil ekki af hverju markið er ekki skoðað fyrst þeir geta það á annað borð. Ég skil það ekki.“

Mikael Claesson, fyrrum handboltadómari, segir að Anderson hafi rétt fyrir sér. Hann tekur fram að ef dómarar leiksins hafi fulla yfirsýn yfir hvað er að gerast þá eigi þeir að dæma markið af og gefa Noregi boltann.

Fyrst þeir hafi ekki fulla yfirsýn þá eigi þeir að geta skoðað upptöku af markinu og þar af leiðandi dæmt markið af.

Ákváðu að aðhafast ekkert

Þó svo að Norðmönnum hafi fundist gróflega á þeim brotið þá ákváðu þeir að leggja ekki fram kæru og sætta sig við að leika um bronsið á Evrópumótinu sem fram hefur farið í Svíþjóð.

Það þýddi að í stað þess að leika mögulega til úrslita á sunnudag þá mættu þeir Slóvenum fyrr í dag. Sá leikur var aldrei spennandi en Norðmenn tóku allan sinn pirring út á meðan leik stóð. Unnu þeir sannfærandi átta marka sigur og virkuðu mun sprækari en svifaseinir Slóvenar. 

Á morgun mætast svo Króatía og Spánn í úrslitaleiknum sjálfum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×