Sport

Sportpakkinn: Kórónuveiran setur allt úr skorðum á Arnold Classic

Sindri Sverrisson skrifar
Hjalti Úrsus hefur vit á að sótthreinsa hendurnar vel.
Hjalti Úrsus hefur vit á að sótthreinsa hendurnar vel. mynd/stöð 2

Hjalti Úrsus Árnason er mættur á Arnold Classic í Ohio og hann segir ljóst að kórónuveiran muni hafa mikil áhrif á þessa stóru íþróttahátíð. Hann fór yfir stöðuna í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

Hjalti leit við í sýningarhöllinni á mótinu þar sem að venjan er að um 200.000 manns komi til að skoða ýmsar vörur og þjónustu tengdar líkamsrækt, en þar var heldur tómlegt um að litast.

„Það er búið að færa aflraunirnar, vaxtaræktina og annað inn í minni sali, og það er ekki ljóst hve margir fá að horfa á. Eins og staðan er núna virðist vera að á hluta aflraunakeppninnar verði bara nánustu aðstandendur og fjölmiðlafólk, en ekki aðrir áhorfendur. Þetta er staðan núna en hún gæti breyst og við munum fylgjast með alla helgina,“ sagði Hjalti í innslaginu sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Kórónuveiran hefur mikil áhrif á Arnold Classic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×