Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans um óbreyttum á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir efni Peningamála, ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja.

Fram kom í rökstuðningi peningastefnunefndar í morgun að hagvöxtur hafi reynst heldur þróttmeiri á fyrri hluta þessa árs en gert var ráð fyrir í ágústhefti Peningamála. Hins vegar hafi efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Óvissan sé mikil og þróun efnahagsmála muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×