Innlent

Æðislegt að hafa hænur

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sigrún Gunnarsdóttir hænubóndi í Árbænum
Sigrún Gunnarsdóttir hænubóndi í Árbænum Vísir

Kona sem hefur haft heimilishænur í fjögur ár segir það æðislegt. Þær sjái heimilinu fyrir eggjum og éti alla afganga.

Sigrún Gunnarsdóttir  hefur ásamt eiginmanni verið með þrjár  hænur í garðinum þeirra í Árbænum síðustu ár og er afar sátt við sambýlið við þær.

„Það er æðislegt að hafa þetta, maður fær frí egg og þær borða alla afganga. Þær eru mjög þægilegar nema að einu leyti þær biðja ekki um að fara á klósettið þ.e. þegar þær eru svona lausar og þegar þær venjast því að vera svona lausar þá öskra þær þegar þær vilja fara út úr kofanum sínum,“ segir Sigrún.

Hún segir að kettir geri sig gjarnan heimakomna en þá standi hænurnar vel saman. 

„Þær eru ekkert hræddar þær standa saman gagnvart köttunum. Þeir eru stundum að læðast hérna inn en þær öskra á þá og þá flýja þeir,“ segir hún. .

Hænurnar verpa um 3-4 eggjum á dag og segir hún að þau nýtist alltaf vel. 

Við notum egg út á allt og með öllu og þá eru gestir gjarnan leystir út með eggjabökkum, segir Sigrún. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×