Erlent

Tæplega fimmtán þúsund Þjóðverjar greindust með kórónuveiruna í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Merkel kanslari vill herða verulega á takmörkunum í landinu til að bregðast við mikilli aukningu smita. 
Merkel kanslari vill herða verulega á takmörkunum í landinu til að bregðast við mikilli aukningu smita.  Henning Schacht /Getty Images

Rétt tæplega fimmtán þúsund manns greindust með kórónuveiruna í gær í Þýskalandi og hefur fjöldinn aldrei verið meiri frá upphafi faraldursins þar í landi. Þá létu áttatíu og fimm Þjóðverjar lífið af völdum Covid-19 í gær. Þjóðverjar komust heldur vel frá fyrstu bylgju faraldursins en nú hefur syrt í álinn og áformar Angela Merkel Þýskalandskanslari hertar aðgerðir um allt land.

Hún vill láta loka krám og veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, söfnum og kvikmyndahúsum í mánuð hið minnsta. Kanslarinn vill þó að skólastarf veðri óbreytt auk þess sem hárgreiðslustofur og verslanir fá að hafa opið áfram.

Þá er vaxandi orðrómur þess efnis að Emmanuel Macron Frakklandsforseti muni í kvöld tilkynna um enn hertari aðgerðir þar í landi og er talið líklegt að allir landsmenn verði settir í eins mánaðar langt útgöngubann nema til að sinna brýnustu erindum.

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi tóku í morgun skarpa dýfu vegna þess orðróms og nam lækkunin um þremur prósentum opnun markaða.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×