Fótbolti

Jónatan framlengir við FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jónatan Ingi Jónsson átti sína spretti síðasta sumar.
Jónatan Ingi Jónsson átti sína spretti síðasta sumar. vísir/vilhelm

Jónatan Ingi Jónsson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við FH og gildir þar af leiðandi samningur hans út tímabilið 2021.

Jónatan er uppalinn í FH en ólst einnig að hluta til upp í Belgíu. Hann kemur úr öflugum 1999 árangri hjá Fimleikafélaginu en einnig í honum var til að mynda landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson.

Jónatan kom við sögu í 21 leik hjá FH á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. Hann hefur verið fastamaður í U21-landsliðshóp Íslands að undanförnu.

„Jónatan er framtíðar leikmaður félagsins og væntum við mikils af honum. Það er því mikið gleðiefni fyrir FH að hann hafi ákveðið að framlengja samning sínum við félagið því við horfum á hann sem lykilmann sem hefur metnað til að ná enn lengra,” sagði Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH við undirritun í dag.

Jónatan snéri aftur í FH í aprílmánuði 2018 eftir að hafa verið í atvinnumennsku hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Reiknað er með að Pepsi Max-deildin hefjist um miðjan júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×