Erlent

Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er ekki skiptið sem um ræðir heldur er þetta skipið Stena Impero, sem íranskir hermenn hertóku árið 2019. Nú beinast spjótin aftur að Íran.
Þetta er ekki skiptið sem um ræðir heldur er þetta skipið Stena Impero, sem íranskir hermenn hertóku árið 2019. Nú beinast spjótin aftur að Íran. EPA/MEHDI DEHDAR

Sjóher Bretlands tilkynnti í dag að olíuflutningaskipi hafi líklegast verið rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag. Hópur vopnaðra manna eru sagðir hafa farið um borð í skipið Asphalt Princess.

Tilkynning sjóhersins var mjög óljós en heimildir Sky News segja að átta eða níu vopnaðir menn hafi farið um borð í olíuflutningaskipið og tekið stjórn á því.

Skömmu áður en tilkynningin fór í loftið voru fjögur skip á svæðinu skráð í AIS kerfið að þau væru ekki undir stjórn áhafna þeirra.

Blaðamaður The Times segir Breta gera ráð fyrir því að hermenn frá Íran, eða sveitir sem tengjast yfirvöldum þar, hafi tekið stjórn á skipinu.

Í síðustu viku var gerð drónaárás á olíuflutningaskip á Persaflóa. Skipið er í eigu ísraelsks auðjöfurs en tveir úr áhöfn skipsins dóu í árásinni. Ráðamönnum í Íran hefur verið kennt um árásina sem gerð var í kjölfar fjölmargra annara á undanförnum árum.

Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breska olíflutningaskipið Stena Impero.


Tengdar fréttir

Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar.

Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden

Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag.

Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran

Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi.

Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum

Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín.

Sakar Íran um árás á flutningaskip

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku.

Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana

Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×