Handbolti

Þórir hlaut tólftu verðlaunin sem þjálfari Noregs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þórir hefur verið einkar sigursæll í starfi.
Þórir hefur verið einkar sigursæll í starfi. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Kvennalandslið Noregs vann öruggan 36-19 sigur á Svíþjóð í leik liðanna um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Noregur hlýtur því bronsið aðra leikana í röð.

Þær norsku töpuðu fyrir Rússlandi í undanúrslitum á meðan Svíþjóð tapaði fyrir Frakklandi. Grannþjóðirnar kepptu því um bronsið en leikur næturinnar varð aldrei spennandi.

Noregur var með öll völd á vellinum frá upphafi og skoraði 19 mörk gegn aðeins sjö mörkum Svíþjóðar í fyrri hálfleik. Norska liðið bætti þá við 17 mörkum gegn tólf í þeim síðari og var nálægt því að skora tvöfaldan marka fjölda Svíþjóðar er liðið vann 36-19 sigur.

Noregur fær því brons aðra Ólympíuleikana í röð og stýrir Þórir Hergeirsson norska liðinu í verðlaunasæti í tólfta sinn á sínu tólfta starfsári. Að neðan má sjá lista yfir verðlaun norska liðsins frá því að Þórir tók við liðinu árið 2009.

  • Ólympíuleikar
  • 2012 - 1. sæti, gull
  • 2016 - 3. sæti, brons
  • 2020 - 3. sæti, brons
  • HM
  • 2009 - 3. sæti, brons
  • 2011 - 1. sæti, gull
  • 2013 - 5. sæti
  • 2015, 1. sæti, gull
  • 2017, 2. sæti, silfur
  • 2019, 4. sæti
  • EM
  • 2010, 1. sæti, gull
  • 2012, 2. sæti, silfur
  • 2014, 1. sæti, gull
  • 2016, 1. sæti, gull
  • 2018, 5. sæti
  • 2020, 1. sæti, gull



Fleiri fréttir

Sjá meira


×