Körfubolti

Góður enda­sprettur dugði ekki hjá Tryggva og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. KKÍ

Basket Zaragoza tapaði með þriggja stiga mun fyrir Gran Canaria í ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik hjá Zaragoza.

Heimamenn í Kanarí byrjuðu leikinn mun betur og voru 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 50-35. Í þeim síðari bitu gestirnir frá sér og minnkuðu muninn hægt og rólega. 

Því miður tókst þeim ekki að komast alla leið og stela sigrinum en heimamenn unnu á endanum þriggja stiga sigur, lokatölur 79-76.

Tryggvi Snær skoraði 9 stig í liði Zaragoza ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar.

Zaragoza er í 14. sæti deildarinnar með aðeins þrjá sigra að loknum átta umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×