Körfubolti

„Vorum ekki upp á okkar besta“

Dagur Lárusson skrifar
Bjarni Magnússon
Bjarni Magnússon Vísir/Bára

Þjálfari Hauka telur lið sitt eiga talsvert mikið inni þrátt fyrir góðan sigur á Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

,,Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en við vorum samt ekki að spila upp á okkar besta hérna í kvöld,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik.

,,En við gerðum suma hluti vel og nóg til þess að ná í sigurinn. Við stóðum okkur vel í fráköstunum, þá sérstaklega sóknarfráköstunum, og settum vítin okkar niður og það var mjög mikilvægt,” hélt Bjarni áfram.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni var það nánast aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Bjarni sagðist hafa lagt áherslu á að einfalda hlutina hálfleiknum.

,,Já við fórum að gera þetta aðeins einfaldara þó svo að við fórum ekki að breyta neinu leikplani. Við þurftum að halda þeim dampi sem við náðum í þriðja leikhluta kannski aðeins lengur en við gerðum nóg í dag til þess að vinna og þess vegna er ég sáttur,” endaði Bjarni á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×