Sport

Heiðursstúkan: Pressan á Henry Birgi í spurningakeppni um Super Bowl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Super Bowl var þema fyrsta þáttar Heiðursstúkunnar.
Super Bowl var þema fyrsta þáttar Heiðursstúkunnar. vísir

Heiðursstúkan er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Vísi í dag.

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist stórleikjum helgarinnar á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýndur á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.

Þema fyrsta þáttarins er Super Bowl enda fer úrslitaleikur NFL-deildarinnar fram á sunnudagskvöldið.

Í þættinum mætast þeir Henry Birgir Gunnarsson, íþróttastjóri Sýnar, og athafnamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson.

Klippa: Heiðursstúkan - NFL

Óhætt er að segja að pressan sé á Henry enda hefur hann fjallað um og lýst NFL í áraraðir. Steinþór er þó enginn aukvisi þegar kemur að spurningakeppnum enda gömul Gettu betur kempa.

Heiðursstúkuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×