Erlent

Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi með íslenskum ráðamönnum í Hörpu í fyrra. 
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi með íslenskum ráðamönnum í Hörpu í fyrra.  Vísir/Vilhelm

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að engin starfsemi verði í sendiráðinu í Minsk af öryggisástæðum. Bandarísk yfirvöld eru sögð óttast að Hvít-Rússar muni senda hermenn inn í Úkraínu til stuðnings Rússlandi. 

Þá hefur starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Rússlandi verið boðið að yfirgefa landið, að því er kemur fram í frétt AP um málið.

Fylgst er grannt með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu.

Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×