Innlent

Hættir sem að­­stoðar­­maður Þor­­gerðar Katrínar og fer til UN Wo­men

Atli Ísleifsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir.
María Rut Kristinsdóttir. Aðsend

María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. 

María Rut greinir starfslokunum í færslu á Facebook. Hún segir að nýtt tækifæri hafi „bankað upp á sem [hún hafi ekki getað] hafnað“.

„Síðustu fjögur ár hafa verið ofboðslega lærdómsrík en fyrst og fremst fáránlega skemmtileg. Hvílíkur lukkupottur að fá að starfa með manneskju eins og Þorgerði, með þingflokki Viðreisnar, besta starfsfólkinu og öllu því góða fólki sem tekur þátt í flokksstarfinu. Algjör forréttindi. Ég mun pakka þessum árum saman í gott og dýrmætt veganesti fyrir næsta kafla.“

María Rut lýkur færslunni á því að þakka Þorgerði Katrínu fyrir. „Ég sé þig á dansgólfinu á Kíkí,“ segir María Rut.

María Rut skipaði þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum í september síðastliðinn. María Rut hefur áður verið formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, talskona Druslugöngunnar og varaformaður Samtakanna ’78. Hún útskrifaðist árið 2013 með B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og árið 2018 með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.

Á vef UN Women á Íslandi segir að María Rut muni sem kynningarstýra samtakanna leiða starf kynningarmála og kynningarsviðs samtakanna, hafa umsjón með átaksherferðum og samskiptum við fjölmiðla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×