Innlent

Búið að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Nokkuð oft hefur þurft að loka vegunum undanfarnar vikur vegna veðurs. 
Nokkuð oft hefur þurft að loka vegunum undanfarnar vikur vegna veðurs.  Vísir/Vilhelm

Vegirnir um Hellisheiði og Þrengslin hafa nú opnað aftur en þeim var lokað í morgun sökum ófærðar. Hálka er þó á svæðinu. 

Vetrafærð er nú víða á landinu og er hálka á vegum í öllum landshlutum. 

Á Suðvesturlandi eru Krýsuvíkurvegur og vegurinn um Mosfellsheiði ófærir. Þá er ófært í Ísafirði og vegurinn um Dynjandisheiði lokaður en vegurinn um Suðavíkurhlíð var opnaður í morgun.

Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð lokaður og á Suðurlandi er ófært í Grafningsvegi og þungfært á Þingvallavegi.

Á morgun verða síðan varasamar aðstæður þegar bleytir ofan á ísaða vegi og er hætta á flughálku mjög víða.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×