Fótbolti

Sjáðu glæsimörk úr leik Víkings og ÍA

Atli Arason skrifar
Viktor Örlygur Andrason skoraði mark beint úr aukaspyrnu.
Viktor Örlygur Andrason skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Hulda Margrét

Víkingur vann 3-2 sigur á ÍA í Bestu-deild karla í dag. Logi Tómasson, Viktor Örlygur Andrason og Erlingur Agnarsson skoruðu mörk Víkings en Ingi Þór Sigurðsson gerði bæði mörk ÍA.

Logi Tómasson kom markaveislunni af stað á 13. mínútu þegar hann fær boltann á miðjum vallarhelming ÍA, keyrir á vörn gestanna og klobbar Jón Gísla Eyland áður en hann þrumar boltanum niður í fjærhornið framhjá Árna Snæ sem stóð hreyfingarlaus í markinu. Frábærlega gert hjá Loga.

Viktor Örlygur tvöfaldar svo forystu Víkings með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Viktor spyrnir boltanum yfir tveggja manna varnarvegg Skagamanna og skrúfar knöttinn niður í nær hornið.

Ingi Þór skoraði tvö mörk fyrir Skagamenn og það síðara á 87. mínútu var afar laglegt. Ingi er þá við enda vítateigs Víkings og neglir boltanum upp í fjærhornið framhjá Þórði Ingasyni í marki Víkings.

Öll mörkin fimm má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörk úr leik Víkings og ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×