Fótbolti

Wiegman með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Norður-Írum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sarina Wiegman er með kórónuveiruna.
Sarina Wiegman er með kórónuveiruna. Lynne Cameron - The FA/The FA via Getty Images

Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, greindist með veiruna í dag. Hún verður því ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Norður-Írlandi í lokaleik liðsins í riðlakeppni EM.

Þess í stað mun Arjan Veurink, astoðarþjálfari liðsins, stýra Englendingum í leik kvöldsins.

Enska liðið hefur nú þegar tryggt sér sigur í A-riðli og þar með sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins.

Wiegman mun þó vera áfram í stöðugum samskiptum við leikmenn og starfsfólk liðsins í gegnum fjarskiptabúnað. Fylgst verður náið með henni með það fyrir augum að koma henni aftur til starfa sem allra fyrst að því er kemur fram í tilkynningu enska knattspyrnusambandsins.

Wiegman er nú í kapphlaupi við tíman um að ná leik Englendinga í átta liða úrslitum, en hann fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Þar mæta Englendingar liðinu sem hafnar í öðru sæti B-riðils, en það verða að öllum líkindum annaðhvort Danir eða Spánverjar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×