Fótbolti

Ein af stjörnum Frakka frá út mótið eftir meiðsli á hné

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marie-Antoinette Katoto verður ekki meira með franska landsliðinu á EM.
Marie-Antoinette Katoto verður ekki meira með franska landsliðinu á EM. Naomi Baker/Getty Images

Marie-Antoinette Katoto, ein af skærustu stjörnum franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, verður ekki meira með á EM eftir að hún meiddist illa á hné í leik liðsins gegn Belgum í gær.

Katoto var í byrjunarliði Frakka gegn Belgum í gær, en þurfti að fara af velli eftir rétt rúman stundarfjórðung vegna meiðsla sinna. Hún sást kæla hnéð á varamannabekknum í fyrri hálfleik, en hoppaði um hliðarlínuna á hækjum í síðari hálfleik.

Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir franska liðið, en Katoto hefur skorað 26 mörk í 32 landsleikjum.

Frakkar eru mótherjar Íslands í lokaleik D-riðils sem fram fer á mánudaginn. Franska liðið verður þar án framherjans sem hefur skorað eitt mark í fyrstu tveim leikjum mótsins.

Frakkar hafa nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og þar með sæti í átta liða úrslitum, en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×