Fótbolti

Íslendingarnir elskuðu að láta sprauta yfir sig í hitanum í Rotherham: Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alveg nauðsynlegt að kæla sig aðeins niður enda steikjandi hiti. Þessar hressu íslensku stelpur klikkuðu ekki á því.
Alveg nauðsynlegt að kæla sig aðeins niður enda steikjandi hiti. Þessar hressu íslensku stelpur klikkuðu ekki á því. Vísir/Vilhelm

Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum.

Íslendingarnir voru að sjálfsögðu mættir í sínum bláu peysum en hitinn setti mikinn svip á allt enda erfitt fyrir alla að vera lengi út í sólinni.

Dóra Júlía náði upp stemmningu og fékk fólkið út að dansa í 37 stiga hita og fær hrós fyrir það.

Vinsælasta fólkið á svæðinu var þó án efa fólkið með vatnsflöskurnar sem kældu niður alla sem vildu með því að sprauta yfir það vatni. Úðinn var kjærkominn í öllum þessum hita.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir neðan.

Vinsælasta fólkið á svæðinu voru starfsmennirnir sem gátu sprautað vatni yfir fólk i hitanum.Vísir/Vilhelm
Þessi unga stelpa var flott með sinn Víkingahjálm. Svo er það bara Víkingaklappið í kvöld.Vísir/Vilhelm
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Íslands, lét mála á sig íslenska fánann.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Gugusar kom fram á stuðningsmannasvæðinu.Vísir/Vilhelm
Dóra Júlía kom fjörinu af stað og fékk fólkið til að dansa.Vísir/Vilhelm
Dóra Júlía var í stuði að vanda.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Tólfan var með sína fulltrúa á svæðinu.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×