Fótbolti

Liðið klárt fyrir leikinn erfiða gegn Frakk­landi: Tvær breytingar á annars góðri vörn og ein í fremstu línu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agla María kemur inn í byrjunarlið Íslands.
Agla María kemur inn í byrjunarlið Íslands. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í D-riðli EM kvenna í fótbolta. Frakkland hefur unnið báða sína leiki til þessa og ljóst að stelpurnar okkar eiga ærið verkefni framundan.

Þorsteinn, þjálfari Íslands, notar breiddina í íslenska hópnum í dag og breytir aðeins til. Hann gerir tvær breytingar á vörninni, færir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur inn á miðsvæðið og setur Öglu Maríu Albertsdóttir út á vænginn.

Leikkerfið er það sama og áður eða 4-3-3. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) er djúp á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur og Karólína Lea þar fyrir framan.

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir.

Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir.

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir.

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Á miðjunni: Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir.

Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir.

Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir


Tengdar fréttir

Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld

Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar.

Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu

Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins.

Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×