Innlent

Ekið á mann á rafskútu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.
Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl. Vísir/Vilhelm

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa neinar upplýsingar um líðan þess sem ekið var á.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkallinu en þar var heldur ekki að fá neinar upplýsingar um líðan eða aldur þess sem var á rafskútunni.

RÚV greindi fyrst frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×