Erlent

Al­þjóða­sam­fé­lagið lýsir yfir and­úð sinni og segir á­rásina stríðs­glæp

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Það mátti sjá rústir og rusl á götum úti eftir sprengingar morgunsins í Kænugarði en viðbragðsaðilar mættu á svæðið.
Það mátti sjá rústir og rusl á götum úti eftir sprengingar morgunsins í Kænugarði en viðbragðsaðilar mættu á svæðið. Getty/Ed Ram

Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 

Rússar beindu loftskeytum að Úkraínu í morgun en höfuðborg landsins, Kænugarður hefur ekki orðið fyrir sprengingum sem þessum um nokkurt skeið.

Viðbrögðin frá alþjóðasamfélaginu vegna sprenginganna hafa ekki látið á sér standa en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Einnig hefur forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel kallað árásir Rússa stríðsglæp. Guardian greinir frá

Einnig hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres sagt sprengingarnar vera „óásættanlega stigmögnun á átökunum og eins og alltaf bitnar það mest á almennum borgurum."

Sprengingarnar sagði Pútín hafa verið árás á hina ýmsu innviði Úkraínu en sprengingarnar hafa einnig verið gagnrýndar verulega fyrir hvert þeim var beint. Loftskeyti lentu á fjölförnum stöðum, rétt hjá háskólum og leikvöllum. 

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sendi frá sér myndband fyrr í dag þar sem það virðist freista þess að benda á alla þá staði sem ekki falli undir orku-, samskipta- og hernaðarinnviði sem Rússar segist hafa ráðist á

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen hefur einnig lýst yfir óánægju sinni vegna verknaðarins í myndbandi sem tekið er við landamæri Eistlands og Rússlands með forsætisráðherra Eistlands Kaja Kallas.

Í myndbandinu segir von der Leyen, „Rússland hefur einu sinni enn sýnt hvað það stendur fyrir, það eru ógn og grimmd. Þeir sem standa fyrir þessu þurfa að bera ábyrgð á jörðum sínum.“

Loftskeyti Rússa eru einnig sögð hafa lent á þýska sendiráðinu í Kænugarði ásamt því að lenda rétt hjá rúmenska sendiráðinu. 


Tengdar fréttir

Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl

Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×