Erlent

Lögð­u hald á marg­ar þrí­vídd­ar­prent­að­ar byss­ur og í­hlut­i

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hluta þess sem hald var lagt á. Lögreglan telur að byssurnar hafi verið framleiddar til sölu.
Hér má sjá hluta þess sem hald var lagt á. Lögreglan telur að byssurnar hafi verið framleiddar til sölu. Lögreglan í Lundúnum

Lögregluþjónar í Lundúnum lögðu nýverið hald á magar þrívíddarprentaðar byssur og mikið magn skotfæra, sem talið er að sé stærsti slíki fundur í sögu Bretlands. Vopnin og íhlutir til að framleiða fleiri vopn fundust í íbúð í borginni en lögreglan telur að umfangsmikil framleiðsla slíkra skotvopna hafi átt sér stað þar.

Talið er að selja hafi átt vopnin.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar hafi gert atlögu íbúðinni eftir að upplýsingar hafi borist frá sérstakri sveit sem vinnur að því að vinna gegn því að ólögleg skotvopn rati á götur Englands.

https://news.met.police.uk/news/met-seize-large-number-of-3d-printed-firearm-components-455381

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. Annar þeirra er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri.

Byssur sem þessar hafa verið nokkuð mikið milli tannanna um heiminn allan á undanförnum mánuðum og jafnvel árum en þeim virðist hafa farið fjölgandi. Þá er mjög auðvelt að verða sér út um leiðbeiningar um það hvernig hægt er að prenta svona byssur.

Sky News sagði frá því í sumar að þessar byssur væru farnar að sjást meira í Bretlandi. Þá sagði lögreglan í Lundunum að hald hefði verið lagt á fjórar þrívíddarprentaðar byssur.

Þá er vert að benda á nýleg mál hér á landi þar sem prentaðar byssur komu við sögu. Einn maður var skotinn með svona byssu í miðbænum í febrúar. Þá eru tveir menn grunaðir um að undirbúa hryðjuverk hér á landi og var hald lagt á þrívíddarprentuð skotvopn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×