Handbolti

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bjarki Már og félagar eru á góðu róli í Meistaradeildinni.
Bjarki Már og félagar eru á góðu róli í Meistaradeildinni. Twitter/Veszprem

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Veszprem situr í efsta sæti A-riðils og var fyrir leikinn í kvöld með níu stig eftir fimm umferðir. Wisla Plock var hins vegar í 5.sæti riðilsins með fimm stig.

Jafnt var á með liðunum í upphafi en gestirnir í Veszprem þó skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 15-14 gestunum í vil. Heimamenn byrjuðu síðan síðari hálfleikinn betur og komust mest í þriggja marka forystu í upphafi hálfleiksins. 

Þegar staðan var 20-17 Wisla Plock í röð skoraði Veszprem hins vegar sex mörk í röð og sneru leiknum sér í vil.

Veszprem lét forystuna aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum 30-26 sigur. Bjarki Már hafði sig lítið í frammi í markaskorun í kvöld og skoraði eitt mark úr tveimur skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×