Lífið

Innlit í fallegt raðhús Elísabetar Jökuls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekklegt hús í Hveragerði.
Virkilega smekklegt hús í Hveragerði.

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er nýflutt í Hveragerði úr vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hún býr nú í flottu nýju raðhúsi og þar hefur hún að eigin sögn hafið nýtt líf með nýjum lífsstíl og nýjum ævintýrum.

En Elísabet hefur slegið í gegn með bókum sínum síðustu ár. Árið 2020 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Aprílsólarkuldi og nýjasta bók hennar Saknaðarilmur er af nokkrum gagnrýnendum talin ein besta bók Elísabetar hingað til.

Vala Matt fór í heimsókn til Elísabetar í nýja húsið hennar í Hveragerði og þar sýndi Elísabet sinn nýja heim í þessu fallega húsi og hlið á sér sem ekki er mjög þekkt.

Hér að neðan má sjá innlit heim til Elísabetar.

Elísabet var á dögunum gestur í Einkalífinu og má sjá þáttinn hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×