Fótbolti

Richarlison með andlit Neymars á bakinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá þá Richarlison, Neymar og Ronaldo á baki Richarlison.
Hér má sjá þá Richarlison, Neymar og Ronaldo á baki Richarlison. Instagram/@Richarlison

Richarlison stimplaði sig inn í brasilíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar með góðri frammistöðu þótt að ekki hafi það dugað til að koma liðinu í undanúrslitin.

Richarlison vingaðist við Neymar og Ronaldo gamla út í Katar og var heldur betur kokhraustur þegar hann skellti sér til húðflúrara eftir mótið.

Richarlison sýndi síðan afraksturinn á samfélagsmiðlum en hann lét húðflúra andlit Ronaldo, Neymar og sitt eigið saman aftan á bakinu sínu. Myndirnar af þeim er hluti af miklu listaverki þar sem sjá má ungan Richarlison horfa upp á þá þrjá eins og hann sé að dreyma um að komast á sama stall og þeir.

Ronaldo var æskuhetja Richarlison og Neymar er stærsta stjarna Brasilíumanna undanfarinn áratug.

Flott húðflúr en um leið mjög sérstakt að vera með risastóra mynd af liðsfélögum þínum húðflúruðum á bakinu.

Það er slúður í brasilískum miðum um að einn sé sérstaklega ósáttur með þetta en það á að vera Neymar sjálfur. Globosport segir frá því að Neymar hafi sent Richarlison fjóra og hálfa milljón íslenskra króna til að láta fjarlægja húðflúrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×