Innlent

Raf­magns­laust á Akra­nesi vegna stórrar bilunar

Árni Sæberg skrifar
Jólaboð á öðrum degi jóla gætu verið í hættu á Akranesi.
Jólaboð á öðrum degi jóla gætu verið í hættu á Akranesi. Stöð 2/Arnar

Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi.

Í upphaflegri tilkynningu í nótt sagði að rafmagnsleysið orsakaðist af háspennubilun og að vonast væri til þess að rafmagn yrði komið á aftur innan stundar. 

Nú í morgunsárið var tilkynnt um að starfsmenn Veitna vinni að því hörðum höndum að koma rafmagni aftur á alla notendur sem allra fyrst. Nú sé ljóst að sú vinna muni standa fram eftir degi, öðrum degi jóla.

Í tilkynningu segir að starfsfólk Veitna biðjist velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Á kortinu hér að neðan má sjá það svæði sem bilunin hefur áhrif á:

Veitur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×