Innlent

Rafmagnsleysinu lokið á Akranesi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Um fjögur hundruð heimili eru án rafmagns á Akranesi.
Um fjögur hundruð heimili eru án rafmagns á Akranesi. Vísir/Egill

Rafmagn er aftur komið á, á stóru svæði á Akranesi. Rafmagnið fór af á þriðja tímanum í nótt og stóðu viðgerðir yfir í allan dag.

Um fjögur hundruð heimili voru án rafmagns í dag á Akranesi. Spennusetning tókst um klukkan sex í dag. 

„Við fengum tvær bilanir í nótt á sama tíma. Okkar kerfi er byggt þannig upp að ef það verður ein bilun er ekkert mál að færa rafmagn þangað úr annarri átt. En þarna verða tvær bilanir sem er mjög sjaldgæft og svo var frosin jörð að hamla okkur,“ segir Helgi Guðjónsson, leiðtogi framkvæmdaflokka rafveitu hjá Veitum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×