Fótbolti

Liðsfélagi Þóris yfirgaf völlinn með tárin í augunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Umtiti átti erfitt með sig eftir leik Lecce og Lazio.
Samuel Umtiti átti erfitt með sig eftir leik Lecce og Lazio. Getty/Maurizio Lagana

Ljótir söngvar stuðningsmanna Lazio urðu til þess að gera þurfti hlé á leik Lecce og Lazio í Seríu A í fótbolta í gær.

Gazzetta dello Sport segir frá því að stuðningsmenn gestaliðsins Lazio hafi beint rassista söngvum sínum að Lecce leikmönnunum Samuel Umtiti og Lameck Banda.

Stuðningsmenn Lecce reyndu að yfirgnæfa ljótu söngvana með því að kalla nafn Umtiti.

Umtiti yfirgaf völlinn með tárin í augunum. Eftir leikinn skrifaði hann á samfélagsmiðla: Bara fótbolti, gleði og gaman. Ekkert annað telur.

Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig um málið á Instagram. Stend með þeim Samuel Umtiti og Lameck Banda. Sýnum það skýrt og greinilega að við segjum nei við rasisma.

Lecce lenti 1-0 undir en kom til baka og vann leikinn 2-1.

Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce en var ekki í leikmannahópnum í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×