Innlent

Ekki í lífs­hættu og á­rásar­maðurinn laus úr haldi

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Þverholti í Mosfellsbæ í gærkvöldi.
Frá vettvangi í Þverholti í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Aðsend

Ungur maður sem var stunginn í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöldi er ekki í lífshættu en líðan hans er eftir atvikum. Sá sem stakk hann var handtekinn í gær en hefur nú verið leystur úr haldi.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn lögreglu á málinu miði vel. Tilkynning hafi borist á tíunda tímanum á gærkvöldi og þegar lögreglu hafi borið að garði hafi tveir menn um tvítugt verið í íbúðinni. Annar þeirra hafði verið stunginn og var umsvifalaust fluttur á slysadeild.

Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi, að því er segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×