Íslenski boltinn

Kominn á slóðir Laxness og Kalmans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Christiansen kampakátur við undirritun samningsins við Aftureldingu.
Rasmus Christiansen kampakátur við undirritun samningsins við Aftureldingu. afturelding

Danski fótboltamaðurinn Rasmus Christiansen er genginn í raðir Aftureldingar frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Aftureldingu kynnti Rasmus til leiks í morgun með skemmtilegu myndbandi þar sem vísað er í hrifningu Danans á rithöfundunum Halldóri Laxness og Jóni Kalman Stefánssyni sem tengjast Mosfellsbæ sterkum böndum.

„Ég er hrifinn af Laxness og Jóni Kalman. Ég líka lesið Einar Má og Einar Kárason og eitthvað með Sjón og Arnaldi. Jón Kalman stendur upp úr og ég heillaðist af honum. Sumarljós og svo kemur nóttin er mjög ofarlega á lista yfir bestu bækur sem ég hef lesið,“ sagði Rasmus um áhuga sinn á íslenskum bókmenntum í samtali við Vísi fyrir þremur árum.

Rasmus, sem er 33 ára, hefur leikið á Íslandi frá 2010 ef frá eru talin tímabilin 2013 og 2014 þegar hann var í Noregi.

Hér á landi hefur Rasmus leikið með ÍBV, KR, Val og Fjölni. Hann hefur alls leikið 172 leiki í efstu deild og skorað fimm mörk.

Afturelding endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Síðast þegar Rasmus lék í deildinni, 2019 með Fjölni, var hann valinn besti leikmaður hennar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×