Innlent

Enda­­lok Iðnaðar­­safnsins á Akur­eyri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Iðnaðarsafnið á Akureyri var sett á laggirnar árið 1998.
Iðnaðarsafnið á Akureyri var sett á laggirnar árið 1998. Aðsend

Iðnaðarsafnið á Akureyri skellir í lás um mánaðarmótin eftir tuttugu og fimm ára starf. Ömurleg afmælisgjöf frá Akureyrarbæ segir stjórnandi safnsins.

Iðnaðarsafnið á Akureyri var sett á laggirnar þann 17. júní árið 1998 og er því tuttugu og fimm ára á þessu ári. Safnið geymir iðnaðarsögu Akureyrar og nágrennis og varðveitir muni og vélar sem notaðar voru í iðnaðarframleiðslu fyrri tíma eins og saumavélar, prentvélar og jafnvel áhöld til smjörlíkisgerðar.

Nú stendur til að skella í lás. Sigfús Ólafur Biering Helgason er safnstjóri Iðnaðarsafnsins.

„Iðnaðarsafnið segir mjög merka sögu iðnaðar á Akureyri. Akureyri var náttúrulega á sinni tíð merkur iðnaðarbær alla síðustu öld. Iðnaðarsafnið byrjaði árið 1998 að safna munum úr fyrirtækjum og segja sögu af sögu iðnaðar á Akureyri og hefur verið að auka við þetta allar götur síðan og í dag er iðnaðarsafnið safn sem segir sögu sem að var. Mjög merka sögu. Akureyri var náttúrulega iðnaðarbær með stórum staf og sumir segja að Akureyrarbær hafi á sinni tíð getað verið sjálfbjarga. Við framleiddum allt. Mat, föt, húsnæði, húsgögn og svo framvegis.“

Aðstandendur safnsins sendu frá sér tilkynningu að nú þyrftu þeir sem hafi lánað safninu muni að koma og sækja þá því nú verði skellt í lás.

„Það er ömurlegt ef að það er niðurstaðan á 25 ára afmæli iðnaðarsafnsins á Akureyri að Akureyrarbær sé ekki tilbúinn að halda áfram að varðveita þessa merku sögu. því við erum ekki að gera þetta fyrir okkur sjálfa við erum að gera þetta fyrir okkur Akureyringa.“

Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs á Akureyri segir þetta vera í samræmi við stefnu bæjarins.

„Á síðasta kjörtímabili samþykkti bæjarstjórn safnastefnu þar sem er gert ráð fyrir töluverðri eða í það minnsta samvinnu á milli iðnaðarsafns og minjasafns og unnið jafnvel að sameiningu þeirra safna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×