Fótbolti

Al Thani leggur fram tilboð í Manchester United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani (t.h.) ætlar að reyna að kaupa Mancheser United.
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani (t.h.) ætlar að reyna að kaupa Mancheser United. Marc Atkins/Getty Images

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, QIB, hefur staðfest að hann muni leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Unied.

Al Thani greindi frá þessu örfáum klukkustundum áður en skilafrestur tilboða rann út klukkan tíu í kvöld. Þetta er annað tilboðið sem er gert opinbert almenningi, en Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe greindi einnig frá áformum sínum um að leggja fram boð í félagið á dögunum. 

Talið er að tilboð Al Thani hljóði upp á fimm milljarða punda, eða rétt tæpa 870 milljarða króna.

„Tilboðið er til þess gert að koma félaginu aftur til fyrri dýrðar, bæði innan- sem utanvallar,“ segir í yfirlýsingu samsteypunnar sem ætlar sér að kaupa félagið.

„Í gagnum Nine Two stofnunina í eigu sjeiks Jassims verður tilboðið algjörlega skuldlaust og mun stofnunin leitast við að fjárfesta í knattspyrnuliðum félagsins, æfingaaðstöðu, leikvangnum og öðrum innviðum, upplifun stuðningsmanna og þeim samfélögum sem klúbburinn styður við.“


Tengdar fréttir

Búist við katörsku tilboði í United

Búist er við því að katarskir fjárfestar tengdir konungsfjölskyldunni muni leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×