Handbolti

Haukar slitu sig frá Sel­fyssingum með fimm marka sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Natasja Hammer var frábær í liði Hauka í dag.
Natasja Hammer var frábær í liði Hauka í dag. Vísir/Hulda Margrét

Haukar lögðu Selfoss 35-30 í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Sigurinn þýðir að nú er sex stiga munur á liðunum sem sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar sem inniheldur aðeins 8 lið. HK er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.

Leikur dagsins var stórskemmtilegur og nóg var skorað. Munurinn var þó lítill framan af leik og í hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum, staðan þá 19-18. Í síðari hálfleik hægðist töluvert á sóknarleik gestanna og fór það svo að Haukar unnu nokkuð öruggan fimm marka sigur, 35-30.

Natasja Hammer skoraði 8 mörk í liði Hauka á meðan Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 6 og Berglind Benediktsdóttir skoraði 5 mörk. Í markinu vörðu þær Elísa Helga Sigurðardóttir og Margrét Einarsdóttir samtals 14 skot.

Hjá gestunum var Katla María Magnúsdóttir markahæst með 11 mörk og Arna Kristín Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Í markinu varði Cornelia Hermansson 11 skot.

Eftir sigur dagsins eru Haukar í 6. sæti með 10 stig en Selfoss er í 7. sæti með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×