Sport

Tuttugu ára tenniskona vann táknrænan sigur á Rússa í úrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta Kostyuk er að vekja athygli á óréttlætinu í heimalandi sínu og vill ekki sjá Rússa á mótaröðinni.
Marta Kostyuk er að vekja athygli á óréttlætinu í heimalandi sínu og vill ekki sjá Rússa á mótaröðinni. Getty/Robert Prange

Úkraínska tenniskonan Marta Kostjuk vann um helgina sitt fyrsta mót á WTA mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri í Austin í Texas.

Það var hins vegar líka táknrænt hvern hún vann í úrslitaleik mótsins.

Eins og allir vita þá er meira en eitt ár liðið síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Kostjuk vann rússnesku tenniskonuna Varvara Gratsjeva 6-3 og 7-5 í úrslitaleiknum.

„Það mjög sérstakt að vinna þennan titil miðað við það í hvaða stöðu ég er. Ég vil tileinka Úkraínu sigurinn og öllum þeim sem eru að berjast og deyja þar akkúrat núna,“ sagði Marta Kostjuk.

Hin tvítuga Kostjuk hefur verið hörð á því að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn eigi ekki að fá að keppa á heimsbikarmótum tennissambandsins.

„Það er ekki hægt að vera hlutlaus í þessu máli.‚Nei við stríði' yfirlýsingarnar særa mig af því að það er ekkert á bak við þær, sagði hún nokkrum vikum eftir að Rússar réðust inn í Úkráinu fyrir ári síðan.

Kostjuk og Gratseva tókust ekki í hendur eftir úrslitaleikinn. Kostjuk neitaði að taka í höndina á þeirri rússnesku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×