Innlent

Tvinn­bíll á Suður­lands­vegi brann til kaldra kola

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi í dag.
Mynd frá vettvangi í dag. Vísir/Magnús Hlynur

Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu að bílinn hafi verið á leið upp Kambana þegar eldurinn kom skyndilega upp. Enginn hafi þó slasast.

„Það ber nokkuð hratt að. Það voru þrír farþegar innanborðs, erlendir ferðamenn, og náðu þeir að koma sér út en farangur þeirra brann inni. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var bílinn alelda, og okkar menn slökktu í glæðunum.“

Þrír farþegar voru í bílnum.Vísir/Magnús Hlynur

Hann segir ekki hægt að segja til um orsök brunans á þessari stundu, hvort hægt sé að rekja það til eldsneytis eða tæknilegra atriða. Sjaldgæft er að eldur komi upp í fólksbílum.

„Það gerist stundum, en yfirleitt eru það eldri vörubílar eða rútur. Það er sjaldgæft þegar um svona nýja bíla er að ræða.“

Vegurinn um Kambana var lokaður á meðan vettvangur var tryggður en að sögn Péturs hefur hann nú verið opnaður á ný.

Bíllinn var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn.Vísir/Magnús Hlynur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×