Innlent

Krufningu lokið og kæra líkleg

Árni Sæberg skrifar
Kettlingarnir fundust dauðir í byrjun mars.
Kettlingarnir fundust dauðir í byrjun mars.

Krufningu fimm kettlinga, sem fundust dauðir í læk á Eskifirði í byrjun mars, er lokið og líklegt er að Matvælastofnun kæri málið til lögreglu.

Þetta segir í frétt Ríkisútvarpsins um málið. Þar er haft eftir Ólafi Jónssyni héraðsdýralækni að málið sé á lokastigi og að allar líkur séu á að málið verði sent á borð lögreglu. Málið vakti mikinn óhug á Eskifirði og víðar þegar fluttar voru fréttir af því í byrjun mars.

Í frétt RÚV segir að rannsóknarstöð Háskóla Íslands á Keldum hafi krufið kettlingana fimm og skilað niðurstöðum rannsóknar sinnar til MAST. MAST hafi farið með rannsókn málsins að örðu leyti og hún hafi meðal annars snúið að því hvort kettlingunum hafi verið drekkt í læknum eða þeir drepnir annars staðar og komið fyrir í læknum. Sú rannsókn sé á lokastigi.

 Þá segir að samkvæmt lögum geti MAST lokið málum með stjórnvaldssektum upp á allt að eina milljón króna, teljist mál upplýst. Geti MAST ekki gert nægilega ítarlega rannsókn, eða brot séu meiriháttar og verknaður framinn með sérstaklega vítaverðum hætti, beri stofnuninni að kæra mál til lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×