Innlent

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Seinkanir verða á flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag, í kvöld og í fyrramálið.
Seinkanir verða á flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag, í kvöld og í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að fjölda flugferða Icelandair, Play og Wizz Air til og frá landinu hefur verið seinkað í dag. Þær seinkanir ná allt frá nokkrum mínútum upp undir tvo klukkutíma. 

„Vegna veðurs verða einhverjar seinkanir í dag frá Evrópu seinni partinn og það mun hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í kvöld og svo í fyrramálið frá Bandaríkjunum,“ sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við fréttastofu.

Þá segir hún að það megi búast við fleiri seinkunum í fyrramálið. 

Aðspurð hvort einhverjum flugferðum verði aflýst sagði Ásdís „Ekki eins og staðan er núna, við gerum ráð fyrir að það verði seinkanir. Svo sjáum við bara hvernig veðrið þróast.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×